RÚV er að leggja Tónlistar-orðspor Íslands í rúst!!

Ég átti undarlegt laugardagskvöld um helgina, enda veikur og hef ekki heilsu til þess að fara út á djammið, þannig að ég hékk bara heima og horfði á gömlu gufuna. Ég hef aldrei haft mikið álit á RÚV, en í kvöld verð ég að segja að í fysta skipti varð ég virkilega pirraður að þetta batterí hafi áskrift af peningunum mínum.
    Eurovision undankeppnin er eitt það allra leiðinlegasta sjónvarpsefni sem ég hef á ævi minni séð. Aðeins tvær ástæður gætu hugsanlega útskýrt þetta ástand. Annað hvort eru lögin sem send eru inn í þennan skít öll svona hrikalega léleg, eða að fólkið sem velur lögin í úrslit eru með algjörlega vonlausan tónlistarsmekk. Það sést bara á höfundunum sem að segja frá því hverning þeim datt í hug að setja saman þessi ógeðislegu lög að hvaða vitleisingur sem að hefur lámarks heilastarfsemi getur komist í úrslit. Eini maðurinn þarna sem eitthvað vit var í var Meistari Dr. Gunni, og hann hafði greinilega sent eitthvað sem hann hafði samið fyrir barnaplötu. Síðan var eitthvað lag þarna þar sem einhver undarlegur gaur situr og telur upp ávexti í takt við eitthvað Europop lag. Ég spyr bara hvað er að hjá RÚV?? Reykjavík er einn mesta tónlistar útungunarstöð norðan Alpafjalla og liðinu tókst að pikka út lög sem munu pottþétt verða þjóðinni allri til skammar. Maður verður nú að fara að efast um hvort Það hreinlega er þess virði fyrir RÚV að eyða peningum í þetta.

En Jón Ólafs hin góði fær plús hjá mér. Þátturinn hans er alltaf að verða betri og betri, ég hef reyndar bara séð 2 eða 3 þætti, en í öllum þáttunum hafa komið fram frábært tónlistar fólk, sem hefur vit á tónlist. Ekki einhverjir lúðar sem "hafa verið með annan fótinn í tónlist síðan hann var fimmtán ára" og ákveða að verða sér til skammar. Það er ástæða fyrir því að þetta fólk er ekki þekkt tónlistar fólk.

Ég veit að fólk tekur þessu ekki alvarlega, Eurovision hefur alltaf verið keppni Tónlistarverkfræðinga, sem setja saman lög með formúlur í huga sem eiga að tryggja vinsældir, en við eigum brothætta tónlistarsenu hérna á klakanum sem að við verðum að standa vörð um. Ef matvælafyrirtæki sendi frá sér sýkta vöru, getur það eyðilagt orðspor fyrirtækisins. Allveg eins með tónlistina. Við meigum ekki senda hvað sem er út, hvað þá í nafni Íslands.


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Vá hvað ég er sammála þér!!  Sáfyrsta kvöldið kannski fyrstu fimm lögin og hét því að kvelja mig ekki svona aftur.  Ég skil þetta ekki, við eigum svo mikið af frábærum tónlistarmönnum en getum ekki betur en þetta.

Afhverju ekki að leyfa ungum hljómsveitum sem hafa slegið í gegn hér á landi að spreyta sig.  Gefa þeim frjálsar hendur á því að semja lagið og í staðinn fyrir að vera að skíttapa með ömurleg varlaeinusinnipopplög gefum við ungu fólki þá reynslu að spila á stóru sviði með allan þennan hóp áhorfenda?

bara hugmynd

kv.k

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 4.2.2007 kl. 11:02

2 identicon

Djöfull ertu reiður, verst maður getur engu breytt. Þannig að í raun það sem þú ættir að vera gera í staðinn fyrir að blóta fólki (sem á það í raun skilið) er að neyta fíkniefna og ríða vændiskonum

kv, Egill 

Egill (IP-tala skráð) 5.2.2007 kl. 01:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband