RÚV er að leggja Tónlistar-orðspor Íslands í rúst!!

Ég átti undarlegt laugardagskvöld um helgina, enda veikur og hef ekki heilsu til þess að fara út á djammið, þannig að ég hékk bara heima og horfði á gömlu gufuna. Ég hef aldrei haft mikið álit á RÚV, en í kvöld verð ég að segja að í fysta skipti varð ég virkilega pirraður að þetta batterí hafi áskrift af peningunum mínum.
    Eurovision undankeppnin er eitt það allra leiðinlegasta sjónvarpsefni sem ég hef á ævi minni séð. Aðeins tvær ástæður gætu hugsanlega útskýrt þetta ástand. Annað hvort eru lögin sem send eru inn í þennan skít öll svona hrikalega léleg, eða að fólkið sem velur lögin í úrslit eru með algjörlega vonlausan tónlistarsmekk. Það sést bara á höfundunum sem að segja frá því hverning þeim datt í hug að setja saman þessi ógeðislegu lög að hvaða vitleisingur sem að hefur lámarks heilastarfsemi getur komist í úrslit. Eini maðurinn þarna sem eitthvað vit var í var Meistari Dr. Gunni, og hann hafði greinilega sent eitthvað sem hann hafði samið fyrir barnaplötu. Síðan var eitthvað lag þarna þar sem einhver undarlegur gaur situr og telur upp ávexti í takt við eitthvað Europop lag. Ég spyr bara hvað er að hjá RÚV?? Reykjavík er einn mesta tónlistar útungunarstöð norðan Alpafjalla og liðinu tókst að pikka út lög sem munu pottþétt verða þjóðinni allri til skammar. Maður verður nú að fara að efast um hvort Það hreinlega er þess virði fyrir RÚV að eyða peningum í þetta.

En Jón Ólafs hin góði fær plús hjá mér. Þátturinn hans er alltaf að verða betri og betri, ég hef reyndar bara séð 2 eða 3 þætti, en í öllum þáttunum hafa komið fram frábært tónlistar fólk, sem hefur vit á tónlist. Ekki einhverjir lúðar sem "hafa verið með annan fótinn í tónlist síðan hann var fimmtán ára" og ákveða að verða sér til skammar. Það er ástæða fyrir því að þetta fólk er ekki þekkt tónlistar fólk.

Ég veit að fólk tekur þessu ekki alvarlega, Eurovision hefur alltaf verið keppni Tónlistarverkfræðinga, sem setja saman lög með formúlur í huga sem eiga að tryggja vinsældir, en við eigum brothætta tónlistarsenu hérna á klakanum sem að við verðum að standa vörð um. Ef matvælafyrirtæki sendi frá sér sýkta vöru, getur það eyðilagt orðspor fyrirtækisins. Allveg eins með tónlistina. Við meigum ekki senda hvað sem er út, hvað þá í nafni Íslands.


Sturla, Einar, Guðni og Eigendurnir

Nú loksins eftir allt of langa bið ætlar ríkið að fara að lækka virðisaukaskatt á matvöru, eitthvað sem að hefur gríðarleg áhrif á líf fólksins í landinu, séstaklega fólksins sem að ekki hafa úr miklum peningum að spila. En svo virðist sem allur þessi peningur sem ríkið ætlaði að skila aftur til vinnandi stétta þessa lands muni renna nánast óskiptur í vasa hinna ríku eigenda þess. Ég hef ekkert á móti því að fólk eignist peninga með mikilli vinnu og sparnaði, en þegar græðgin er orðin slík að menn taki miskunarlaust þá peninga sem á að gera lífið örlítið einfaldara á þessu landi og stingi þeim í eigin vasa má líkja því við þjófnað.
    En hvað er til ráða, er ekkert sem að hægt er að gera. Ekki nóg með að Alþingi er gjörsamlega gagnslaust vegna eiginhagsmuna og vanhæfi þingmanna, sem og lögreglu og saksóknara embætti sem eru svo undir fjármögnuð að þau eru gjörsamlega óhæf til þess að taka á málunum sem koma inn á þeirra borð vegna þess að í staðin virðist öllum peningunum vera eytt í að bora holur í fjöll hér og þar svo að fólkið í þessum þorpum út á landi geta loksins flutt þaðan og í umferðarteppuna í Reykjavík. Þar sem einu göngin þarf að borga í vegna þess að Samgönguráðherra fær ekki atkvæði frá bílegendum höfuðborgarinnar.
    Ekkert er gert á þessu landi, og engar ákvarðaninr teknar, nema að örugt þyki að þær skili ráðherra atkvæðum eða gróða. Mér þykir undarlegt að allt í einu eftir meira en áratug varð mjög mikilvægt að fara að hefja hvalveiðar. það getur ekki verið tilviljun að stutt var í prófkjör í þeim flokki og kjördæmi þar sem sitjandi sjávarútvegsráðherra vill halda sæti sínu. Mér þykkir undarlegt að örugt endurkjör hans vegi þyngra en sú eiðilegging sem þessar veiðar geta valdið á ferðamannaþjónustu íslendinga frá heilaþvegnum grænfriðungum.
    Ég hef ekkert á móti hvalveiðum í sjálfum sér, ég tel þær eiga rétt á sér og að sjáfstæð þjóð eins og við eigum að ráða því sjálf hvort við veiðum hvali eða ekki. en það sem í taugarnar á mér er sú staðreind að ég persónulega mætti ekki fara út á sjó og veiða mér hval til að eiga í frystinum, og það virðist ekki vera nein leið fyrir mig til þess að fá leyfi til þess. Því bið ég ykkur um að hugsa um þetta í kvöld þegar þið eruð um það bil að festa svefn:

"Er ég tilbúin(n) að taka þá áhættu að missa ferðamanna tekjur af því að einhverjir fyrirfram ákveðnir aðilar halda að þeir gætu hugsanlega grætt nokkrar krónur á því að veiða nokkra hvali?"

"Er ég tilbúin(n) að sitja í umferðarteppu til þess að nokkrir bílar geti keyrt um göng sem eru meira virði en allt þorpið þeira samanlagt?"

"Er ég tilbúin(n) til þess að vinna eins og skeppna til þess að mitt fyrirtæki skili arðbærum árangri  á meðan bændur á smábúum hingað og þangað lifa á ríkinu vegna þess að fyrirtækið þeirra skilar ekki arði?"

Ef svarið er nei við öllum þessum spurningum, þá er ein önnur spurning sem þú ættir að að spyrja sjálfan þig:

"Hvenær ætla ég að standa upp og hætta að leyfa eigingjörnum ráðamönnum að taka mig ósmurt?"

           


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband